26.11.2007 | 08:15
Hvað gengur á!
Ég hef nú ekki verið mikið í því að tjá skoðanir mínar á stórum málum hér á þessari bloggsíðu minni en nú bara get ég ekki setið á mér!!!!
Ég horfði fyrir algjöra tilviljun á hluta af Silfri Egils í gær og verð að segja að mér brá illilega við það hversu mikið fólk getur valið að stinga höfðinu í sandinn. Þar var kona að tjá sig um nektardansstaðina og vændi og hélt því fram að það væru engin tengsl þar á milli!!! Halló, hvar hefur þú verið elsku vinkona!!!! Það þarf ekki annað en að hlusta á þær stúlkur sem þarna hafa unnið og komið fram í umræðu samfélagsins á síðustu misserum til þess að heyra um þessi tengsl og svo er líka hægt að leggja saman tvo og tvo og fá út fjóra. Mér finnst verulega sorglegt að heyra konu í íslensku samfélagi í dag tala um þessi málefni á slíkum nótum sem gert var hjá Agli í gær. Þessi sama kona hélt því líka fram að vændi væri í tengslum við kynhvöt og kynlíf en mig langar einfaldlega að benda á að vændi og sala á líkömum kvenna eiga ekkert skylt við kynlíf... það er kynferðislegt ofbeldi og hreinlega mannréttindabrot!!!! Og að það þurfi að byrja á því að sýna fram á að klámvæðingin hafi neikvæð áhrif... það hefur verið gert. Til dæmis hafa þeir í hinni fínu Ameríku komist að því að það eru tengsl milli þess að horfa mikið á "klám" og að beita kynferðisofbeldi. Og hér vil ég líka benda á að "klám" er ekkert annað en kynferðislegt ofbeldi sem tekið er upp á myndband og dreift! Fáar konur velja sér raunverulega að "vinna" í klámi og vændi og rannsóknir sýna að meirihluti þessara kvenna voru misnotaðar kynferðislega. Hversu raunverulegt val heldur fólk að það sé að velja vændi og klám sem "starfsframa"!!!!
Stundum bara get ég ekki orða bundist yfir því hversu þægilegt fólki finnst að loka augunum fyrir því sem blasir við og þá bara verð ég að segja það sem mér finnst!!! Og má það bara hverjum sem er finnast það sem honum finnst en ég mæli með að fólk taki upplýsta afstöðu með málum!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.11.2007 | 11:07
Komin aftur á kreik?
Nú hef ég ekki skrifað hér á þetta blessaða blogg í mjög langan tíma. Þetta virðist eitthvað vefjast fyrir mér, finnst ég ekki hafa neitt að segja sem er reyndar mjög ólíkt mér því ég hef nú skoðanir á flestu!
En nú ætla ég að reyna þetta blogg eina ferðina enn. Þetta er víst nýjasta leiðin til að koma skoðunum sínum á framfæri og fylgjast með þjóðfélagsumræðunni :) Ekki það að ég eigi von á að bloggfærslur mínar hafi áhrif á líf fólks eða að margir lesi þær yfirhöfuð en þó geta þá vinir og vandamenn skemmt sér yfir þessu ef ég gleymi þessu hreinlega ekki aftur :) Þið bara fylgist spennt með...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.7.2007 | 20:23
Klukkuð!!!
Hún Thelma mín klukkaði mig víst fyrir nokkru en þar sem ég er ekki mjög dugleg á þessu blessaða bloggi þá hef ég ekki svarað þessu fyrr en nú:) En hér kemur það alla vega og hafi nú sem flestir gaman af
1. Uppáhaldsjónvarpsefnið mitt eru þættirnir um heillanornirnar (Charmed) og ég á allar seríurnar.
2. Ég syng oft og hátt þegar ég keyri og er því ókeypis skemmtiatriði fyrir samferðamenn í umferðinni.
3. Ég er logandi hrædd við öll skordýr og get ekki fyrir mitt litla líf snert slík kvikindi.
4. Ég drekk pepsi max hvar og hvenær sem er.
5. Ég kann ekki að segja lesitín og segi bara snelelde í staðinn, hehe
6. Mér finnst Bruce Willis mesti töffari í heimi (fyrir utan hann Júlla minn auðvitað).
7. Ég er með byssuleyfi (sem hékk yfir rúmgaflinum þar til Júlli hafði lært að haga sér, hehe).
8. Ég hélt einu sinni (í smá stund samt bara) að ég væri ekki feministi. Eins kjánalegt og það nú getur hljómað.
Jæja, svona lítur þetta þá út og vonandi hafið þið haft gaman af þessum lestri.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.6.2007 | 14:48
Sumarið er komið
Ég verð nú alveg að viðurkenna að þetta blessaða blogg er ekki mín sterkasta þessa dagana
Ég hef nú samt haft það mjög gott undanfarið. Ég útskrifaðist úr HÍ síðastliðinn laugardag og var meira en lítið sátt við það. Við hjónin héldum notalega veislu þar sem nánustu vinum og ættingjum var boðið og okkur til mikillar gleði sáu flestir sér fært að mæta. Það er alltaf gaman að hitta vini og vandamenn. Nú er ég sem sagt útskrifaður félagsráðgjafi og það er bara frábært.
Svo er ferðinni bara heitið í sveitina um helgina, Þingvelli, þar sem fyrirhugað er að njóta náttúrunnar og slaka á með fjölskyldunni. Bara yndislegt.
Kannski legg ég bráðum í að blogga um heimsins mál og segja skoðanir mínar á ýmsum málum hér, það kemur í ljós
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.5.2007 | 09:19
Stórsigur Vinstri grænna!!!!
Frábær árangur vinstri grænna hlýjar mér um hjartaræturnar svona í morgunsárið:)
Til hamingju Ísland með þessa frábæru hugarfarsbreytingar og höldum áfram á þessari braut!!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.5.2007 | 20:27
Umferðarómenning
Ég fór í ferð á Skagann um helgina, sem í sjálfu sér er ekki í frásögur færandi.
Hins vegar þykir mér ótrúlegt að verða vitni að því hvernig fólk hagar sér í umferðinni. Ég þurfti tvívegis að grípa til þess að negla niður á bílnum mínum vegna þess að aðrir ökumenn gátu ekki fylgt almennum umferðarreglum og öryggi í umferðinni. Í fyrra skiptið kom fyrirtækisbíll á siglingu inn í ytri hring í hringtorgi í Mosfellsbænum og litlu munaði að hann færi í hliðina á bílnum mínum þar sem ég var á innri hring og var að beygja út úr hringtorginu. Í seinna skiptið var ég komin út fyrir þéttbýli og það var bíll á eftir mér sem skyndilega ákvað að æða framúr þrátt fyrir að vörubíll væri að koma beint á móti og ég þurfti að snarbremsa til að ekki færi illa.
Er fólk algjörlega vitundarlaust um þá ábyrgð sem það ber þegar það situr undir stýri. Ég var með ungan son minn í bílnum og það hefði eflaust farið illa hefði ég sjálf ekki gripið til þeirra aðgerða sem ég þurfti að gera vegna tillitsleysis þessara ökumanna. Verið svo væn að minnast þess alltaf þegar þið keyrið að þið berið ekki bara ábyrgð á ykkur sjálfum, heldur líka að hluta til þeim sem eru í hinum bílunum. Ekki gleyma að sýna tillitsemi. Það er betra að vera fimm mínútum of seinn heldur en að koma alls ekki!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.5.2007 | 10:53
Spennandi tímar framundan!
Framundan eru spennandi tímar.
Sjálf er nú ég formlega orðin starfskona hjá Stígamótum og hlakka verulega til að taka þátt í því starfi sem þar er unnið. Ekki síst hlakka ég til að fara í hringferð um landið í rútu með frábærum konum og körlum sem eru full af krafti og gleði :)
Þá eru kosningar í sjónmáli og sem betur fer er gott útlit fyrir stjórnarskipti, enda kominn tími til fyrir löngu, áfram Vinstri-græn!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.4.2007 | 08:41
Gleðilegt sumar!
Nú er komið sumar og bara gleði framundan
Það var yndislegt að trítla um bæinn í gær og skoða mannlífið. Ég og mín litla fjölskylda fórum í frábæra bæjarferð og skoðuðum landnámsbæinn í Austurstræti, fórum í Perluna og svo út að borða. Bara gott að geta notið dagsins án þess að vera með áhyggjur af BA eða rannsóknarskýrslu. Gott að finna að ég er að verða búin í skólanum og þá get einbeitt mér að einu verkefni í einu, sem er bara frábært.
Annars er nú svo sem ekki mikið sem ég hef að segja í dag, er bara njóta þess að vera til
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.4.2007 | 18:45
Af hverju ekki auglýsingar með ZERO kvenfyrirlitningu!
Það er alveg ótrúlegt að sjá nýju auglýsingaherferð Coca Cola. Nánast hver einasta auglýsing fyrir nýja kók zero ganga útá að gera lítið úr konum. AF hverju ekki kærustur með zero við þurfum að ræða saman og svo framvegis. Er jafnréttisbarátta á Íslandi virkilega ekki komin á betri stað en þetta? Ég trúði ekki mínum eigin augum eða eyrum þegar ég sá þessar auglýsingar fyrst en þær eru samt svona. Persónulega finnst mér að Vífilfell ætti að skammast sín fyrir þessar auglýsingar og hætta að sýna þær. Til að mótmæla þessu hef ég hætt að versla allar vörur frá Vífilfelli og hef skipt yfir í Egils. Þetta er bara of fáránlegt til að sitja hjá og gera ekkert.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.4.2007 | 14:57
Fyrsta bloggfærsla
Vildi bara sjá hvernig þetta kemur út hehe. Fyrsta skiptið sem ég blogga almennt :)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)