6.4.2007 | 18:45
Af hverju ekki auglýsingar með ZERO kvenfyrirlitningu!
Það er alveg ótrúlegt að sjá nýju auglýsingaherferð Coca Cola. Nánast hver einasta auglýsing fyrir nýja kók zero ganga útá að gera lítið úr konum. AF hverju ekki kærustur með zero við þurfum að ræða saman og svo framvegis. Er jafnréttisbarátta á Íslandi virkilega ekki komin á betri stað en þetta? Ég trúði ekki mínum eigin augum eða eyrum þegar ég sá þessar auglýsingar fyrst en þær eru samt svona. Persónulega finnst mér að Vífilfell ætti að skammast sín fyrir þessar auglýsingar og hætta að sýna þær. Til að mótmæla þessu hef ég hætt að versla allar vörur frá Vífilfelli og hef skipt yfir í Egils. Þetta er bara of fáránlegt til að sitja hjá og gera ekkert.
Athugasemdir
Já - láta þá finna fyrir því í buddunni!
Halldóra Halldórsdóttir, 6.4.2007 kl. 23:21
Takk fyrir síðast Ingibjörg mín og velkomin í þennan nýja fjölmiðlaheim. Tek sveig framhjá kókstæðunum í búðum. Mikið var annars huggulegt í afmæli samstarfskonu okkar.
Bestu kv. gj
Álfhóll, 7.4.2007 kl. 15:12
Gangi þér vel með kynninguna í dag Ingibjörg mín. Synd að geta ekki verið með þér.
Guðrún
Álfhóll, 13.4.2007 kl. 09:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.