Umferðarómenning

Ég fór í ferð á Skagann um helgina, sem í sjálfu sér er ekki í frásögur færandi.

Hins vegar þykir mér ótrúlegt að verða vitni að því hvernig fólk hagar sér í umferðinni. Ég þurfti tvívegis að grípa til þess að negla niður á bílnum mínum vegna þess að aðrir ökumenn gátu ekki fylgt almennum umferðarreglum og öryggi í umferðinni. Í fyrra skiptið kom fyrirtækisbíll á siglingu inn í ytri hring í hringtorgi í Mosfellsbænum og litlu munaði að hann færi í hliðina á bílnum mínum þar sem ég var á innri hring og var að beygja út úr hringtorginu. Í seinna skiptið var ég komin út fyrir þéttbýli og það var bíll á eftir mér sem skyndilega ákvað að æða framúr þrátt fyrir að vörubíll væri að koma beint á móti og ég þurfti að snarbremsa til að ekki færi illa.

Er fólk algjörlega vitundarlaust um þá ábyrgð sem það ber þegar það situr undir stýri. Ég var með ungan son minn í bílnum og það hefði eflaust farið illa hefði ég sjálf ekki gripið til þeirra aðgerða sem ég þurfti að gera vegna tillitsleysis þessara ökumanna. Verið svo væn að minnast þess alltaf þegar þið keyrið að þið berið ekki bara ábyrgð á ykkur sjálfum, heldur líka að hluta til þeim sem eru í hinum bílunum. Ekki gleyma að sýna tillitsemi. Það er betra að vera fimm mínútum of seinn heldur en að koma alls ekki!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Akkúrat , allt of oft sem að maður lendir í svona aðstæðum !

Ingveldur (IP-tala skráð) 7.5.2007 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband