22.6.2007 | 14:48
Sumarið er komið
Ég verð nú alveg að viðurkenna að þetta blessaða blogg er ekki mín sterkasta þessa dagana
Ég hef nú samt haft það mjög gott undanfarið. Ég útskrifaðist úr HÍ síðastliðinn laugardag og var meira en lítið sátt við það. Við hjónin héldum notalega veislu þar sem nánustu vinum og ættingjum var boðið og okkur til mikillar gleði sáu flestir sér fært að mæta. Það er alltaf gaman að hitta vini og vandamenn. Nú er ég sem sagt útskrifaður félagsráðgjafi og það er bara frábært.
Svo er ferðinni bara heitið í sveitina um helgina, Þingvelli, þar sem fyrirhugað er að njóta náttúrunnar og slaka á með fjölskyldunni. Bara yndislegt.
Kannski legg ég bráðum í að blogga um heimsins mál og segja skoðanir mínar á ýmsum málum hér, það kemur í ljós
Athugasemdir
Hæ frænka,ég vona að þið hafið það gott um helgina
..
Kveðja,Dóri frændi.
Heimir og Halldór Jónssynir, 22.6.2007 kl. 18:43
Júhú! Þarna ert þú, gamla vinkona!
Gaman að því...
Ylfa Mist Helgadóttir, 1.7.2007 kl. 23:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.