29.7.2007 | 20:23
Klukkuð!!!
Hún Thelma mín klukkaði mig víst fyrir nokkru en þar sem ég er ekki mjög dugleg á þessu blessaða bloggi þá hef ég ekki svarað þessu fyrr en nú:) En hér kemur það alla vega og hafi nú sem flestir gaman af
1. Uppáhaldsjónvarpsefnið mitt eru þættirnir um heillanornirnar (Charmed) og ég á allar seríurnar.
2. Ég syng oft og hátt þegar ég keyri og er því ókeypis skemmtiatriði fyrir samferðamenn í umferðinni.
3. Ég er logandi hrædd við öll skordýr og get ekki fyrir mitt litla líf snert slík kvikindi.
4. Ég drekk pepsi max hvar og hvenær sem er.
5. Ég kann ekki að segja lesitín og segi bara snelelde í staðinn, hehe
6. Mér finnst Bruce Willis mesti töffari í heimi (fyrir utan hann Júlla minn auðvitað).
7. Ég er með byssuleyfi (sem hékk yfir rúmgaflinum þar til Júlli hafði lært að haga sér, hehe).
8. Ég hélt einu sinni (í smá stund samt bara) að ég væri ekki feministi. Eins kjánalegt og það nú getur hljómað.
Jæja, svona lítur þetta þá út og vonandi hafið þið haft gaman af þessum lestri.
Athugasemdir
Ég held nú að ég hafi vitað allt þetta um þig, nema þetta með sönginn í umferðinni og Bruce Willis????!!!!!.... :)
Annars er sérstaklega gaman að biðja þig um að segja Lesitín (snelelleeldenelle...)
Thelma Ásdísardóttir, 31.7.2007 kl. 00:37
Er ég þá formlega búinn að læra að haga mér fyrst byssuleyfið er farið af veggnum?
Júlíus Freyr Theodórsson (IP-tala skráð) 31.7.2007 kl. 11:22
Já Júlli minn, nú ertu alveg komin með þetta allt saman á hreint :) híhí
Ingibjörg Þórðardóttir, 3.8.2007 kl. 11:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.