4.11.2007 | 11:07
Komin aftur á kreik?
Nú hef ég ekki skrifað hér á þetta blessaða blogg í mjög langan tíma. Þetta virðist eitthvað vefjast fyrir mér, finnst ég ekki hafa neitt að segja sem er reyndar mjög ólíkt mér því ég hef nú skoðanir á flestu!
En nú ætla ég að reyna þetta blogg eina ferðina enn. Þetta er víst nýjasta leiðin til að koma skoðunum sínum á framfæri og fylgjast með þjóðfélagsumræðunni :) Ekki það að ég eigi von á að bloggfærslur mínar hafi áhrif á líf fólks eða að margir lesi þær yfirhöfuð en þó geta þá vinir og vandamenn skemmt sér yfir þessu ef ég gleymi þessu hreinlega ekki aftur :) Þið bara fylgist spennt með...
Athugasemdir
Ég er spenntur fyrir því sem að þú hefur að segja láttu bara vaða, þínar skoðanir eru síður svo leiðinlegar elskan mín,.
Júlíus Freyr Theodórsson (IP-tala skráð) 4.11.2007 kl. 17:10
já, þú segir það :) Ég bíð spennt Inga mín. Ekki láta líða marga mánuði aftur ;)
Kittý (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 19:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.