Hvað gengur á!

Ég hef nú ekki verið mikið í því að tjá skoðanir mínar á stórum málum hér á þessari bloggsíðu minni en nú bara get ég ekki setið á mér!!!!

 Ég horfði fyrir algjöra tilviljun á hluta af Silfri Egils í gær og verð að segja að mér brá illilega við það hversu mikið fólk getur valið að stinga höfðinu í sandinn. Þar var kona að tjá sig um nektardansstaðina og vændi og hélt því fram að það væru engin tengsl þar á milli!!! Halló, hvar hefur þú verið elsku vinkona!!!! Það þarf ekki annað en að hlusta á þær stúlkur sem þarna hafa unnið og komið fram í umræðu samfélagsins á síðustu misserum til þess að heyra um þessi tengsl og svo er líka hægt að leggja saman tvo og tvo og fá út fjóra. Mér finnst verulega sorglegt að heyra konu í íslensku samfélagi í dag tala um þessi málefni á slíkum nótum sem gert var hjá Agli í gær. Þessi sama kona hélt því líka fram að vændi væri í tengslum við kynhvöt og kynlíf en mig langar einfaldlega að benda á að vændi og sala á líkömum kvenna eiga ekkert skylt við kynlíf... það er kynferðislegt ofbeldi og hreinlega mannréttindabrot!!!! Og að það þurfi að byrja á því að sýna fram á að klámvæðingin hafi neikvæð áhrif... það hefur verið gert. Til dæmis hafa þeir í hinni fínu Ameríku komist að því að það eru tengsl milli þess að horfa mikið á "klám" og að beita kynferðisofbeldi. Og hér vil ég líka benda á að "klám" er ekkert annað en kynferðislegt ofbeldi sem tekið er upp á myndband og dreift! Fáar konur velja sér raunverulega að "vinna" í klámi og vændi og rannsóknir sýna að meirihluti þessara kvenna voru misnotaðar kynferðislega. Hversu raunverulegt val heldur fólk að það sé að velja vændi og klám sem "starfsframa"!!!!

 Stundum bara get ég ekki orða bundist yfir því hversu þægilegt fólki finnst að loka augunum fyrir því sem blasir við og þá bara verð ég að segja það sem mér finnst!!! Og má það bara hverjum sem er finnast það sem honum finnst en ég mæli með að fólk taki upplýsta afstöðu með málum!


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Mikið rétt, horfði einhver á Silfrið í gær sem getur upplýst hvað þessi kona heitir, ég sá þáttinn en get ekki fyrir mitt litla munað hvað hún heitir þessa blessaða sjálfstæðiskona með þykku leppana fyrir augunum.

Júlíus Freyr Theodórsson (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 08:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband